Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 19:30 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð2 Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira