Fótbolti

Sverrir Ingi, Elmar og Aron unnu allir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar eru óstöðvandi í Grikklandi.
Sverrir Ingi og félagar eru óstöðvandi í Grikklandi. Vísir/Vilhelm
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur á Xanthi í grísku úrvalsdeildinni. PAOK og Olympiakos jöfn að stigum á toppi deildarinnar, bæði taplaus í þrettán leikjum.Í Tyrklandi lék Theodór Elmar Bjarnason allan leikinn á miðjunni hjá Akhisar Belediyespor þegar liðið vann 4-3 sigri á Istanbulspor í algjörum spennutrylli þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Elmar og félagar í 2.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Hatayspor.Í Ungverjalandi unnu Aron Bjarnason og félagar í Újpest 1-0 sigur á Varda og styrktu þar með stöðu sína í 5.sæti ungversku úrvalsdeildarinnar. 

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.