Fótbolti

Sverrir Ingi, Elmar og Aron unnu allir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar eru óstöðvandi í Grikklandi.
Sverrir Ingi og félagar eru óstöðvandi í Grikklandi. Vísir/Vilhelm

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur á Xanthi í grísku úrvalsdeildinni. PAOK og Olympiakos jöfn að stigum á toppi deildarinnar, bæði taplaus í þrettán leikjum.

Í Tyrklandi lék Theodór Elmar Bjarnason allan leikinn á miðjunni hjá Akhisar Belediyespor þegar liðið vann 4-3 sigri á Istanbulspor í algjörum spennutrylli þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Elmar og félagar í 2.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Hatayspor.

Í Ungverjalandi unnu Aron Bjarnason og félagar í Újpest 1-0 sigur á Varda og styrktu þar með stöðu sína í 5.sæti ungversku úrvalsdeildarinnar. 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.