Þýskir Jafnaðarmenn krefjast aukinna útgjalda til félagsmála Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 09:45 Þeim Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken er ætlað að rífa upp fylgi þýskra Jafnaðarmanna sem hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Getty Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig. Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08