Fótbolti

Sjáðu þrennu Messi og ó­trú­legt hæl­spyrnu­mark Suarez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez og Messi fagna í gær.
Suarez og Messi fagna í gær. vísir/getty

Barcelona komst aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi er liðið rúllaði yfir Mallorca á heimavelli, 5-2.

Lionel Messi var enn einu sinni aðalmaðurinn hjá Barcelona en hann skoraði þrjú mörk. Þetta var 35. þrenna Argentínumannsins í spænsku deildinni og hefur enginn gert fleiri.

Fallegasta mark gærkvöldsins var þó líklegast mark Luis Suarez er hann kom Barcelona í 4-1. Hann skoraði þá með hælspyrnu eftir stórkostlegt samspil Börsunga.

Barcelona og Real eru jöfn á toppi deildarinnar en Börsungar eru með betri markahlutfall. Liðin mætast 18. desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.