Fótbolti

Sjáðu þrennu Messi og ó­trú­legt hæl­spyrnu­mark Suarez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez og Messi fagna í gær.
Suarez og Messi fagna í gær. vísir/getty
Barcelona komst aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi er liðið rúllaði yfir Mallorca á heimavelli, 5-2.Lionel Messi var enn einu sinni aðalmaðurinn hjá Barcelona en hann skoraði þrjú mörk. Þetta var 35. þrenna Argentínumannsins í spænsku deildinni og hefur enginn gert fleiri.Fallegasta mark gærkvöldsins var þó líklegast mark Luis Suarez er hann kom Barcelona í 4-1. Hann skoraði þá með hælspyrnu eftir stórkostlegt samspil Börsunga.Barcelona og Real eru jöfn á toppi deildarinnar en Börsungar eru með betri markahlutfall. Liðin mætast 18. desember.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.