Fótbolti

Annar sigur AC Milan í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Theo Hernandez skoraði bæði mark og sjálfsmark
Theo Hernandez skoraði bæði mark og sjálfsmark vísir/getty
AC Milan lyfti sér upp í 10.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með útisigri á Bologna í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.Krzysztof
 Piatek kom AC í 0-1 með marki úr vítaspyrnu á 15.mínútu og Theo Hernandez tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik. Hann setti hins vegar boltann í eigið net skömmu síðar og staðan í leikhléi 1-2.Síðari hálfleikur var aðeins nokkura sekúndna gamall þegar Giacomo Bonaventura kom AC í 1-3 og þannig var staðan allt þar til á 84.mínútu þegar Nicolo Sansone minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 2-3 fyrir AC Milan sem hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum. Fyrr í kvöld lyfti Parma sér upp í 8.sæti deildarinnar með 0-1 sigri á Sampdoria þar sem 
Juraj Kucka gerði eina mark leiksins.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.