Fótbolti

Annar sigur AC Milan í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Theo Hernandez skoraði bæði mark og sjálfsmark
Theo Hernandez skoraði bæði mark og sjálfsmark vísir/getty

AC Milan lyfti sér upp í 10.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með útisigri á Bologna í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.

Krzysztof
 Piatek kom AC í 0-1 með marki úr vítaspyrnu á 15.mínútu og Theo Hernandez tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik. Hann setti hins vegar boltann í eigið net skömmu síðar og staðan í leikhléi 1-2.

Síðari hálfleikur var aðeins nokkura sekúndna gamall þegar Giacomo Bonaventura kom AC í 1-3 og þannig var staðan allt þar til á 84.mínútu þegar Nicolo Sansone minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki. 

Lokatölur 2-3 fyrir AC Milan sem hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum. 

Fyrr í kvöld lyfti Parma sér upp í 8.sæti deildarinnar með 0-1 sigri á Sampdoria þar sem 
Juraj Kucka gerði eina mark leiksins.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.