Innlent

Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice

Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa

Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna.

„Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór

Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni.

„Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim.

Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll

„Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“


Tengdar fréttir

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×