Þunguð kona lést eftir hundsbit Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Veiðihundar liggja undir grun. Þessi er þýskur og tengist fréttinni ekki beint. Getty/Westend61 Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir árás hunda í norðanverðu Frakklandi. Grunur leikur á að hundarnir hafi verið á vegum veiðimanna sem staðfest þykir að hafi verið á veiðum í nágrenninu, skammt frá bænum Villers-Cotterêts. Konan, sem var með barni, hafði verið á göngu með hundana sína fimm þegar árásin varð. Saksóknari málsins sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla að konan hafi skömmu fyrir andlátið hringt í eiginmann sinn og lýst yfir áhyggjum sínum af hópi hunda sem hún óttaðist að myndu ráðast á sig. Það var eiginmaður hennar sem gekk fram á lík konunnar að sögn saksóknara, eftir að hafa heyrt angistarvein í hundum þeirra hjóna. Banamein konunnar er talið hafa verið fjöldi hundsbita í höfuð, búk og handleggi. Lögreglan segir málið rannsakað sem manndráp. Tekin hafa verið lífsýni úr 93 hundum við rannsóknina, þar á meðal fimm hundum hjónanna.Að sögn staðarblaðsins Le Courrier Picard voru fyrrnefndir veiðihundar, sem grunur leikur á að hafi ráðist á konuna, á dádýraveiðum með hópi veiðimanna. Samtök þarlendra veiðimanna þvertaka hins vegar fyrir aðkomu þeirra, ekkert bendi til þess að veiðihundar hafi átt þátt í andláti konunnar. Franska leikkonan og dýravinurinn Brigitte Bardot er þó á öðru máli. Hún hefur hvatt frönsk stjórnvöld til að banna frekari veiðar í landinu, alla vega út þetta veiðitímabil. Dýr Frakkland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir árás hunda í norðanverðu Frakklandi. Grunur leikur á að hundarnir hafi verið á vegum veiðimanna sem staðfest þykir að hafi verið á veiðum í nágrenninu, skammt frá bænum Villers-Cotterêts. Konan, sem var með barni, hafði verið á göngu með hundana sína fimm þegar árásin varð. Saksóknari málsins sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla að konan hafi skömmu fyrir andlátið hringt í eiginmann sinn og lýst yfir áhyggjum sínum af hópi hunda sem hún óttaðist að myndu ráðast á sig. Það var eiginmaður hennar sem gekk fram á lík konunnar að sögn saksóknara, eftir að hafa heyrt angistarvein í hundum þeirra hjóna. Banamein konunnar er talið hafa verið fjöldi hundsbita í höfuð, búk og handleggi. Lögreglan segir málið rannsakað sem manndráp. Tekin hafa verið lífsýni úr 93 hundum við rannsóknina, þar á meðal fimm hundum hjónanna.Að sögn staðarblaðsins Le Courrier Picard voru fyrrnefndir veiðihundar, sem grunur leikur á að hafi ráðist á konuna, á dádýraveiðum með hópi veiðimanna. Samtök þarlendra veiðimanna þvertaka hins vegar fyrir aðkomu þeirra, ekkert bendi til þess að veiðihundar hafi átt þátt í andláti konunnar. Franska leikkonan og dýravinurinn Brigitte Bardot er þó á öðru máli. Hún hefur hvatt frönsk stjórnvöld til að banna frekari veiðar í landinu, alla vega út þetta veiðitímabil.
Dýr Frakkland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira