Innlent

Kristján Þór kemur á fund at­vinnu­vega­nefndar á eftir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið, áhrif þess á önnur fyrirtæki og sjávarútveg á Íslandi í heild. Það var Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem óskaði eftir því að Kristján Þór kæmi fyrir nefndina. Þá er stefnt að því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar síðar í vikunni vegna málsins.

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir sem hún hyggst grípa til vegna málsins í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Meðal þess sem til stendur að gera er að auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja, stórra sjávarútvegsfyrirtækja, stuðla að úttekt og úrbótum á fiskveiðum á alþjóðavettvangi og ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót.
Þá stendur til að tryggja viðbótarfjárveitingar til skattrannsókna, auka varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum auk þess sem utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis í kjölfar Samherjamálsins og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporhnekkis.


Tengdar fréttir

SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.