SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins.
Tillögurnar eru í sjö liðum og er hægt að lesa nánar um þær hér: Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins.
Samtök atvinnulífsins fagna útspilinu og segja það mikilvægt. Samtökin muni starfa með stjórnvöldum og atvinnulífi til að tryggja framgang þeirra mála sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn. Það sé allra hagur að ásakanir í garð Samherja verði rannsakaðar ítarlega og eins hratt og kostur er.
Sú háttsemi sem fyrirtækið sé sakað um rýri bæði traust á atvinnulífi og skaði orðspor Íslands.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ítreka í tilkynningu til fjölmiðla afstöðu sína um að íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, bæði heima og erlendis. Samtökin geri kröfur til sinna félagsmanna um að stunda heiðarlega, gagnsæja og löglega starfshætti.
Tengdar fréttir

Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins.

Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott
Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk.

Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum.