Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 15:55 Réttarmeinafræðingur taldi handtökuaðferðir lögreglu hafa átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan. Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan.
Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00