Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. ágúst 2019 19:00 Réttarmeinafræðingur telur handtökuaðferðir lögreglu hafa átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Vísir/vilhelm Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Konan lést í apríl skömmu eftir að lögreglan handtók hana og tók héraðssaksóknari málið til rannsóknar. Rannsókn lauk í sumar og var málið fellt niður. Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í ákvörðun héraðssaksóknara segir að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af stúlkunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og hún úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Þá kveðst vitnið hafa heyrt bæld öskur en hafi þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Í skýrslu réttarmeinarfræðings kemur fram að þegar átökin við lögreglu hafi staðið yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman geti þessir þættir hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu. Þá mælir réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni segir að engar upptökur séu til af atvikum, einungis eitt vitni hafi séð atvikið óljóst, báðir sakborningar segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu mjög ósáttir við niðurstöðuna og hafi kært ákvörðunina til ríkissaksóknara. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Konan lést í apríl skömmu eftir að lögreglan handtók hana og tók héraðssaksóknari málið til rannsóknar. Rannsókn lauk í sumar og var málið fellt niður. Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í ákvörðun héraðssaksóknara segir að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af stúlkunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og hún úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Þá kveðst vitnið hafa heyrt bæld öskur en hafi þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Í skýrslu réttarmeinarfræðings kemur fram að þegar átökin við lögreglu hafi staðið yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman geti þessir þættir hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu. Þá mælir réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni segir að engar upptökur séu til af atvikum, einungis eitt vitni hafi séð atvikið óljóst, báðir sakborningar segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu mjög ósáttir við niðurstöðuna og hafi kært ákvörðunina til ríkissaksóknara.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira