Fótbolti

Sportpakkinn: Belgar skoruðu mest í undankeppninni

Arnar Björnsson skrifar
Belgar skoruðu grimmt í undankeppni EM 2020.
Belgar skoruðu grimmt í undankeppni EM 2020. vísir/getty
Belgar skoruðu flest mörk í undankeppni EM 2020, eða 40, þremur meira en Englendingar og Ítalir.

Belgar lentu undir gegn Kýpur í gærkvöldi, Nicolas Ioannou vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði framhjá Simon Mignolet. Tæpur stundarfjórðungur búinn og óvænt staða á Koning Boudewijnstadion í Brussel.

Það tók Belga aðeins tvær mínútur að jafna metin. Kevin De Bruyne sendi fyrir, Christian Benteke náði ekki boltanum, það gerði Yannick Carrasco og Benteke fékk annað tækifæri sem hann nýtti.

Þegar tíu mínútur voru til leikhlés skoraði Kevin De Bruyne eftir margs konar vandræði í vörn Kýpurmanna og klaufaskap Neophytos Michael í markinu.

Belgar héldu áfram að sækja og De Bruyne skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga. Áður en hálfleiknum lauk var Yannick Carrasco búinn að skora fimmta markið. De Bryune náði boltanum eftir slæma sendingu út úr vörninni, sendi á Eden Hazard sem lagði upp markið.

Belgar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik, eftir fínan samleik De Bruyne og Carrasco sendi sá síðarnefndi fyrir og Kypros Christoforou varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Um miðjan seinni hálfleikinn kom sjötta markið. De Bruyne var arkitektinn að fínni skyndisókn sem lauk með marki Christian Benteke, annað mark hans í 6-1 sigri Belga.

Árangur þeirra í undankeppninni var glæsilegur. Þeir unnu alla tíu leiki sína með markatölunni 40-3.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Skoruðu fjögur mörk að meðaltali í leik
 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.