„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 20. nóvember 2019 20:30 Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg
Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13