„Menn náðu að halda ró sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 10:23 Rútan endaði úti í miðri Hólsá. Landsbjörg Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Verið er að hlúa að farþegunum, sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. „Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna.“ Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. Alls voru 23 farþegar um borð, en rútan hafnaði í miðri Hólsá. „Það virðist vera að rútan hafi farið út af veginum og endað úti í á. Ég er svo sem ekki með neinar upplýsingar um hvernig það atvikaðist en það er hvasst, mjög hvasst, á þessum slóðum og gul viðvörun í gangi. Veðrið er slæmt. En þetta fór allt saman vel. Það voru 23 í rútunni og það sakaði engan þarna. Þau voru úti í miðri á og það þurfti bíla til að ferja mannskapinn í land og þau voru flutt öll í fjöldahjálparstöð sem að Rauði krossinn setti upp í Heimalandi,“ segir Davíð Már.Og það er verið að hlúa að þeim þar?„Þar er verið að hlúa að þeim og það eru allir komnir þangað. Núna eru menn að bíða átekta, hvað verður gert við rútuna. Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að erlendir ferðamenn hafi verið í umræddri rútu. Hann var þó ekki með upplýsingar um þjóðerni þeirra.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13