„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 20. nóvember 2019 20:30 Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg
Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13