Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 06:49 Benny Gantz, fékk 28 daga til að mynda stjórn. Það tókst ekki. Getty Benny Gantz, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, hefur tilkynnt Ísraelsforseta að honum hafi ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Eru nú góðar líkur að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í landinu, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. Reuven Rivlin Ísraelsforseti veitti Gantz, sem er fyrrverandi hershöfðingi, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum mánuði eftir að Benjamín Netanjahú hafði mistekist að mynda nýja stjórn. Frestur Gantz rann út á miðnætti en nokkrum klukkustundum áður tilkynnti Gantz að viðræður hafi ekki borið árangur. „Ég var stöðvaður af vegg þrjóskra tapara, sem komu í veg fyrir myndun ríkisstjórnar undir minni forystu og mínum flokki, sem vann kosningarnar, þannig að landið geti hafið vegferð að pólitískum stöðugleika á ný,“ sagði Gantz. Tilkynning Gantz kom ekki á óvart þar sem þjóðernisflokkurinn Yisrael Beitenu hafði áður tilkynnt að hann myndi hvorki styðja ríkisstjórn undir forystu Netanjahú né Gantz. Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 17. september síðastliðinn. Eftir kosningarnar tilkynnti bæði Gantz og Netanjahú að þeir vildu mynda breiða samsteypustjórn. Hvorugum þeirra hefur þó tekist ætlunarverkið. Þeir funduðu tveir fyrir um þremur vikum en þær viðræður hafa engum árangri skilað. Haaretz segir frá því að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Ísraels þar sem ekki hafi tekist að mynda stjórn eftir að tveir hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar. Ísrael Tengdar fréttir Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn Netanjahú og Gantz hafa ekki komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í Ísrael. 19. september 2019 19:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, hefur tilkynnt Ísraelsforseta að honum hafi ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Eru nú góðar líkur að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í landinu, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. Reuven Rivlin Ísraelsforseti veitti Gantz, sem er fyrrverandi hershöfðingi, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum mánuði eftir að Benjamín Netanjahú hafði mistekist að mynda nýja stjórn. Frestur Gantz rann út á miðnætti en nokkrum klukkustundum áður tilkynnti Gantz að viðræður hafi ekki borið árangur. „Ég var stöðvaður af vegg þrjóskra tapara, sem komu í veg fyrir myndun ríkisstjórnar undir minni forystu og mínum flokki, sem vann kosningarnar, þannig að landið geti hafið vegferð að pólitískum stöðugleika á ný,“ sagði Gantz. Tilkynning Gantz kom ekki á óvart þar sem þjóðernisflokkurinn Yisrael Beitenu hafði áður tilkynnt að hann myndi hvorki styðja ríkisstjórn undir forystu Netanjahú né Gantz. Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 17. september síðastliðinn. Eftir kosningarnar tilkynnti bæði Gantz og Netanjahú að þeir vildu mynda breiða samsteypustjórn. Hvorugum þeirra hefur þó tekist ætlunarverkið. Þeir funduðu tveir fyrir um þremur vikum en þær viðræður hafa engum árangri skilað. Haaretz segir frá því að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Ísraels þar sem ekki hafi tekist að mynda stjórn eftir að tveir hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar.
Ísrael Tengdar fréttir Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn Netanjahú og Gantz hafa ekki komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í Ísrael. 19. september 2019 19:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vilja báðir leiða breiða samsteypustjórn Netanjahú og Gantz hafa ekki komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í Ísrael. 19. september 2019 19:00