Fótbolti

Alfreð spilar ekki meira á þessu ári

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð í leik fyrr á leiktíðinni.
Alfreð í leik fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason spilar ekki meira á þessu ári í kjölfar meiðsla sem hann hlaut í landsleik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 í Istanbul á dögunum.

Alfreð spilar með Augsburg í þýsku Bundesligunni en þar í landi er tekið vetrarfrí og hefur félagið staðfest að Alfreð muni ekki snúa aftur fyrr en að því loknu en fyrsti deildarleikur Augsburg á nýju ári verður þann 18.janúar.

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli á undanförnum árum en ég hef verið í toppformi að undanförnu og mun ekki láta þessi meiðsli slá mig út af laginu,“ er haft eftir Alfreð á heimasíðu Augsburg.

Alfreð hefur skorað tvö mörk í níu leikjum í þýsku Bundesligunni í vetur en þetta er hans fimmta tímabil hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×