Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Antonio Conte, stjóri Inter, leggi mikla áherslu á að klófesta Olivier Giroud þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.
Þeir hafa áður unnið saman því Conte fékk Giroud til Chelsea frá Arsenal í janúar 2018 og urðu þeir saman bikarmeistarar áður en Conte yfirgaf Chelsea sumarið 2018.
Giroud hefur ekki fengið mikinn spilatíma undir stjórn Frank Lampard í vetur og er að hugsa sér til hreyfings til að halda sæti sínu í franska landsliðinu fyrir lokakeppni EM næsta sumar.
Inter er í harðri baráttu við Juventus en aðeins munar einu stigi á liðunum í 1. og 2.sæti deildarinnar.
Conte vill endurnýja kynnin við Giroud
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn




Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn


Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn
