Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 09:57 Joe Biden, Bernie Sanders og Kamala Harris í kappræðunum í nótt. AP Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í Georgíuríki í nótt. Umræður um sjúkratryggingar voru sem fyrr áberandi í umræðum. Kappræðurnar hófust hins vegar á umræðum um ákæruferlið á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem frambjóðendurnir skiptust á að lýsa yfir óánægju með starfshætti og hegðun forsetans. Öll voru þau sammála um að nauðsynlegt væri að fá nýjan forseta kjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári. „Hann er líklega spilltasti forsetinn í sögunni,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders. Hann sagði þó einnig að nauðsynlegt væri fyrir Demókrata að einblína á eitthvað annað en Trump. „Vitið þið það, að ef við gerum það þá munum við tapa kosningunum,“ sagði forsetinn. Þegar frambjóðendurnir voru búnir að gagnrýna Trump barst talið, líkt og í fyrri kappræðum, að sjúkratryggingum, efnahagsmálum og umhverfis- og loftslagsmálum.Afstaða til sjúkratrygginga er líka eitt það helsta sem skilur frambjóðendur Demókrata að. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren talaði fyrir nauðsyn þess að hverfa frá kerfi sem virki „betur fyrir þá ríku og eru með góð tengsl, og verr fyrir alla aðra“. „Ég er orðin þreytt á milljarðamæringum sem lifa á öðrum,“ sagði Warren. Washington Post segir frá því að Warren hafi talað mest í kappræðum gærdagsins, 13,4 mínútur. Pete Buttigieg, bæjarstjóri South Bend, talaði í 12,8 mínútur og fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden í 12,6 mínútur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O'Rourke hafi "hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O'Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. 2. nóvember 2019 09:19