Freistar þess að ná fram réttlæti sautján árum eftir morðið á Elodie Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 23:31 Elodie Kulik var 24 ára þegar hún var myrt. Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember. Frakkland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember.
Frakkland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira