Pípuhattur Hitlers boðinn upp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Rabbíninn Menachem Margolin segir uppboð nasistamuna löglegt en siðlaust. fréttablaðið/EPA Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira