Innlent

Salvatore Torrini látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salvatore Torrini var fæddur í Napólí en elti ástina síðar til Íslands. Fjölskylda, vinir og kunningjar minnast Salvatore með söknuði.
Salvatore Torrini var fæddur í Napólí en elti ástina síðar til Íslands. Fjölskylda, vinir og kunningjar minnast Salvatore með söknuði.
Salvatore Torrini veitingamaður er látinn 73 ára að aldri. Í andlátstilkynningu í dagblöðunum í dag kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu á mánudaginn.

„Ég kom hingað til lands út af konu eins og svo margir útlendingar,“ sagði Salvatore í viðtali í Fréttablaðinu árið 2002. Hann rak veitingastaðinn Ítalíu um árabil.

Hann er faðir söngkonunnar Emilíuönu Torrini. Hún ræddi þá stöðu í Fréttablaðinu árið 2013 sem faðir hennar var í þegar hann flutti til Íslands og þurfti að taka upp nýtt nafn.

„Nafninu hans var breytt úr Salvatore Torrini í Davíð Eiríksson. Mamma og pabbi fóru svo til Ítalíu að gefa mér mitt nafn. Þau vildu að ég héti Emilíana í höfuðið á báðum ömmunum mínum, sú íslenska heitir Emilía og sú ítalska Anna. Það var eitthvert vesen með að fá það nafn í gegn hér. Torrini var svo skráð millinafn hjá mér og ég varð Davíðsdóttir. Það var mjög ruglandi fyrir mig þegar ég fékk minn fyrsta passa – Davíðsdóttir,“ sagði Emilíana í viðtalinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.