Innlent

Maðurinn sem ekið var á í Hornafirði er látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan hefur ekki veitt upplýsingar um aðdraganda slyssins enn sem komið er.
Lögreglan hefur ekki veitt upplýsingar um aðdraganda slyssins enn sem komið er. Vísir

Gangandi vegfarandi lést í alvarlegu slysi sem varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í sveitarfélaginu Hornafirði á sjötta tímanum í gær. Bíl var ekið á vegfarandann.

Lokað var fyrir alla umferð um þjóðveg 1 um tíma og urðu tafir á umferð fram á kvöld í gær. Rannsókn lögreglu hófst fljótlega á vettvangi og samkvæmt því sem Vísir kemst næst er vinnu á vettvangi ekki enn lokið.

Sex banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.