Innlent

Alvarlegt umferðarslys í Hornafirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynnt var um slysið klukkan 17:30.
Tilkynnt var um slysið klukkan 17:30. Vísir/vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í sveitarfélaginu Hornafirði á sjötta tímanum í dag. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru við vinnu á vettvangi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Slysið var tilkynnt til neyðarlínu um klukkan 17:30 og var vegurinn lokaður allri umferð um tíma. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú á sjöunda tímanum að byrjað sé að hleypa umferð um slysstað með stýringu.

Búist er við þónokkrum umferðartöfum á vettvangi langt fram eftir kvöldi og fyrirséð að rannsókn taki töluverðan tíma.

Bærinn Viðborðssel er merktur með bláu á mynd. Skjáskot/map.is

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er á leið á vettvang ásamt tæknideidarmönnum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Oddur segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um slysið eða tildrög þess að svo stöddu.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:55.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.