Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 10:28 Vinkonurnar Ásdís Rán og Ruja Ignatova sem er einhver alræmdasta fjársvikakona sögunnar. Hún er horfin sporlaust af yfirborði jarðar. fbl/stefán/flickr/onecoin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb. Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb.
Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira