Fótbolti

„Ef hann heldur svona á­fram verður Mbappe einn besti leik­maður í sögu fót­boltans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard og Mbappe í landsleik Belgíu og Frakklands.
Hazard og Mbappe í landsleik Belgíu og Frakklands. vísir/getty
Eden Hazard, stjarna Real Madrid, myndi elska að fá Kylian Mappen til félagsins og segir hann verða einn besta leikmann í heimi.

Belgíski landsliðsmaðurinn er ansi hrifinn af Frakkanum sem hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í fyrstu átta leikjunum í frönsku úrvalsdeildinni.

„Eftir nokkur ár mun hann líklega verða besti leikmaður í heimi. Það eru margir sem munu berjast um þennan titil en ef hann heldur svona áfram verður Mbappe einn besti leikmaður í sögu fótboltans,“ sagði Hazard.







Hazard sagði einnig að ef það væri möguleiki á því - þá myndi hann hjálpa til við að fá Frakkann til Real Madrid en hann er reglulega orðaður við brottför frá PSG.

„Knattspyrnumenn dreyma alltaf um að spila með þeim bestu. Ef ég gæti komið Mbappe til Real á morgun þá myndi ég reyna það en það er ekki bara ég sem ákvað það ásamt því að ég held að þeir myndu ekki spyrja mig um mína skoðun.“

Hazard og félagar unnu góðan sigur á Real Sociedad um helgina og eru með jafn mörg stig og Barcelona á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×