Nú má meta stafræna hæfni á heimasíðu VR Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:30 VR vill að fólk skoði kunnáttu sína í stafrænum heimi. Nordicphotos/Getty „Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira