Fótbolti

Sneggsta ferna sögunnar í Meistaradeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markamaskína.
Markamaskína. vísir/getty
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski var algjörlega óstöðvandi í Belgrad í gær þar sem Bayern Munchen var í heimsókn hjá Rauðu Stjörnunni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Lewandowski gerði fjögur mörk í öruggum 0-6 sigri Bayern en fyrsta mark Pólverjans kom úr vítaspyrnu á 53.mínútu og fjórða markið var skorað á 67.mínútu.

Ekki liðu nema 14 og hálf mínúta frá fyrsta markinu og til þess síðasta en aldrei hefur leikmaður skorað fjögur mörk á jafn skömmum tíma í Meistaradeild Evrópu.

Lewandowski hefur skorað 27 mörk í 20 leikjum á yfirstandandi leiktíð en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur verið hjá þýska stórveldinu síðan 2014 og hefur skorað 218 mörk í 262 leikjum fyrir Bayern Munchen. Alls hefur hann skorað 399 mörk í 518 leikjum á meistaraflokksferli sínum og inn í þeirri tölu eru ekki 61 mark hans í 112 landsleikjum fyrir Pólland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×