Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:19 Starfshópur leggur til að leigugjald fyrir félagslegar íbúðir í Kópavogi hækki um 30 prósent. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira