Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 09:30 Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima) Enski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima)
Enski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira