Fótbolti

Íslensku stelpunum „sparkað“ út af Algarve Cup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari ræðir við Hlín Eiríksdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur á Laugardalsvelli.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari ræðir við Hlín Eiríksdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur á Laugardalsvelli. Fréttablaðið/Valli
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður ekki á meðal þátttökuþjóða á Algarve Cup í mars.

Ísland hefur verið fastagestur á Algarve Cup kvenna í fótbolta undanfarin þrettán ár en okkar konur fá ekki að vera með í ár.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska liðið hafi verið fórnarlamb niðurskurðar mótshaldara.





„KSÍ sóttist að venju eftir þátttöku liðsins á þessu árlega móti í Portúgal, en mótshaldarar hafa ákveðið að fækka þátttökuliðum niður í 8 lið og er Ísland ekki þar á meðal,“ segir í frétt á heimasíðu sambandsins.

Þar kemur líka fram að vinna sé í fullum gangi að finna annað verkefni fyrir íslenska í mars og vonandi fær íslenska liðið tækifæri til að þróa sinn leik fyrir seinni hlutann í undankeppni EM 2021.

Íslenska kvennalandsliðið hafði verið með í Algarve Cup samfleytt frá árinu 2007 eða í þrettán mótum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×