Messi skaut Barcelona á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Samspil Messi og Suarez skilaði sigurmarkinu
Samspil Messi og Suarez skilaði sigurmarkinu Getty/Tim Clayton
Lionel Messi var hetja Barcelona gegn Atletico Madrid í stórleik helgarinnar í La Liga deildinni.Það stefndi allt í markalaust jafntefli í Madríd þar til á 86. mínútu þegar Messi skoraði eftir sendingu Luis Suarez.Bæði lið höfðu átt nóg af færum í leiknum en Barcelona var miklu meira með boltann eins og svo oft áður.Heimamenn í Atletico náðu ekki að finna jöfnunarmark og því lauk leiknum með 1-0 sigri.Sigurinn þýðir að Barcelona fer á topp deildarinnar, jafnir Real Madrid að stigum. Atletico fer hins vegar að hellast úr toppbaráttunni, komnir sex stigum á eftir toppliðunum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.