Erlent

15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö

Andri Eysteinsson skrifar
Drengirnir sem urðu fyrir skoti voru á aldrinum 15-18 ára.
Drengirnir sem urðu fyrir skoti voru á aldrinum 15-18 ára. Getty

Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi.
Lögreglan í Malmö fékk í gær tilkynningu um sprengingu í borginni og skömmu síðar bárust fréttir um að tveir hefðu verið skotnir á pizzastað við áðurnefnt Möllevångstorg.

Báðir hinna slösuðu voru drengir á unglingsaldri, voru þeir fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús þar sem annar þeirra lést af sárum sínum.
Lögreglan hefur greint frá því að drengirnir séu báðir á unglingsaldri og að hinn látni hafi verið fimmtán ára gamall.
SVT greinir frá því að vitni að árásinni hafi heyrt hleypt af um 6-8 byssuskotum. Blaðamaður SVT sem var í nágrenni árásarinnar segir ekki hafa séð árásarmennina en mikil hræðsla hafi gripið um sig í nágrenni pizzastaðarins.
Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.


Tengdar fréttir

Til­kynnt um sprengingu og skot­á­rás í Mal­mö

Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.