Erlent

Til­kynnt um sprengingu og skot­á­rás í Mal­mö

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið hefur verið um sprengingar í Malmö og Stokkhólmi síðustu mánuði.
Mikið hefur verið um sprengingar í Malmö og Stokkhólmi síðustu mánuði. Getty

Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið.

Talsmaður lögreglu segir í samtali við sænska fjölmiðla að ólíkar frásagnir hafi borist um fjölda sprenginga.

Í sænskum fjölmiðlum segir að tveir hafi fundist á veitingastað og er talið að þeir séu með skotsár. Hafa þeir verið fluttir á sjúkrahús og er annar þeirra sagður alverlega særður.

Margir urðu vitni af árásinni en fjölda veitingastaða er að finna á Möllevångstorginu.

Mikið hefur verið um sprengingar í Malmö og Stokkhólmi síðustu mánuði. Er talið fullvíst að þær tengist átökum glæpagengja í borginni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.