Fótbolti

Ísland eina liðið sem hefur unnið Tyrki síðan að þjálfarinn tók við

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Senol Günes á blaðamannfundi.
Senol Günes á blaðamannfundi. Getty/Orhan Cicek

Tyrkir eru að gera frábæra hluti í undankeppni EM og það er kannski ekkert skrýtið ef við skoðum það hver er að þjálfa liðið en það er sannkölluð lifandi goðsögn.

Tyrkir taka á móti Íslendingum í Istanbul á fimmtudagskvöldið þar sem íslensku strákarnir verða að vinna ætli þeir sér upp úr riðlinum.

Senol Günes er merkilegur þjálfari í knattspyrnusögu Tyrkja því hann er sá landsliðsþjálfari sem bjó til besta landslið Tyrkja hingað til.

Senol Günes tók við tyrkneska landsliðinu í ágústmánuði árið 2000, þá 48 ára gamall, og undir hans stjórn komust Tyrkir á HM í Japan og Suður-Kóreu. Þar sló liðið í gegn, fór alla leið í undanúrslit og vann brons eftir 3-2 sigur á Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið.

Günes hætti með landsliðið þegar Tyrkjum mistókst að komast á EM 2004 en tók aftur við liðinu eftir ófarir þess í Þjóðadeildinni á síðasta ári.

Það er óhætt að segja að tyrkneska landsliðið hafi tekið stakkaskiptum eftir að Senol Günes settist aftur í þjálfarastólinn.

Liðið hefur unnið átta af fyrstu tíu leikjunum og tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum á móti heimsmeisturum Frakka. Eina tapið kom aftur á móti Íslandi á Laugardalsvellinum í júní.

Ísland er nefnilega eina liðið sem hefur unnið Tyrki síðan að Senol Günes tók við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.