"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:30 Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna. Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira