"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:30 Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna. Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira