Fótbolti

David Villa leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Villa með heimsmeistarabikarinn.
Villa með heimsmeistarabikarinn. vísir/getty

David Villa ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Japan lýkur. Hann er markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi með 59 mörk.


Villa varð Evrópumeistari með Spáni 2008 og heimsmeistari tveimur árum síðar. Hann varð markakóngur á EM 2008 og þriðji markahæstur á HM 2010.

Eftir fimm ár í herbúðum Valencia gekk Villa í raðir Barcelona 2010. Hann varð þrisvar sinnum Spánarmeistari, einu sinni bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Barcelona. Hann skoraði í sigri Barcelona á Manchester United, 3-1, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2011.

Villa varð einnig Spánarmeistari með Atlético Madrid og bikarmeistari með Real Zaragoza og Valencia.

Árið 2014 fór Villa til Bandaríkjanna og lék með New York City í fjögur ár. Hann samdi svo við Vissel Kobe í Japan í lok síðasta árs.

Villa, sem verður 38 ára 1. desember, hefur alls skorað 376 mörk í 752 leikjum með félagsliðum á ferlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.