Erlent

Forseti Namibíu vill Shanghala og Esau úr ríkisstjórninni

Jakob Bjarnar skrifar
Þeir verða að fara, er forseti Namibíu sagður hafa sagt í morgun um þá Shanghala og Esau, ráðherra í ríkisstjórninni.
Þeir verða að fara, er forseti Namibíu sagður hafa sagt í morgun um þá Shanghala og Esau, ráðherra í ríkisstjórninni.
Hage Geingob forseti Namibíu er sagður vilja reka þá Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra úr stjórninni.

Þessu er haldið fram í Namibian Sun og er rakið þráðbeint til hneykslismála þeirra sem rakin voru meðal annars í sjónvarpsþættinum Kveiki í gærkvöldi um mútur og kvótamisferli í Naibíu.

Í fréttinni, sem sögð er samkvæmt áreiðanlegum heimildum, er greint frá því að þetta sé á döfinni. Greint er frá því að stærsta útgerðarfyrirtæki Íslands, Samherji, sé miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðsluarnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.

Í fréttinni kemur fram að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Esau, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Shangala. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor.

Samkvæmt Namibian Sun er forsetinn sagður hafa sagt í morgun: „Þeir verða að fara“. En, ekki liggur fyrir hvort hann eigi þar við tímabundið eða að þeir eigi ekki afturkvæmt í ríkisstjórnina.

Í fréttinni er jafnframt greint frá tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sendi frá sér í gær þar sem hann skellir skuldinni alfarið á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara og fyrrverandi starfsmanns Samherja.


Tengdar fréttir

Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði.

Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja

Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×