Sportpakkinn: Sex komin á EM 2020 og fimm gætu bæst í hópinn annað kvöld Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 17:15 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. vísir/getty Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira