Íslenski boltinn

Dag­ný samdi við bikar­meistarana til tveggja ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagný handsalar samninginn.
Dagný handsalar samninginn. Selfoss
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.Dagný spilaði síðast með Selfoss árið 2015 en hélt svo aftur út í atvinnumennsku þar sem hún lék meðal annars með Portland Thorns í bandarísku úrvalsdeildinni.Hún hefur leikið 178 deildarleiki hér heima og ytra en hún hefur þar að auki leikið 85 landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Risa liðsstyrkur fyrir bikarmeistarana.„Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að semja við Dagnýju. Við stefnum á að bæta árangur liðsins enn frekar og það er heiður fyrir félagið og þýðingarmikið fyrir samfélagið að fá atvinnumann af þessari stærðargráðu til þess að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.„Við vitum öll hvað Dagný getur og hún mun klárlega hjálpa okkur að komast á næsta stig. Dagný þekkir Selfoss og er frábær félagsmaður og á eftir að gera mikið fyrir okkur bæði innan og utan vallar.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.