Innlent

Bíða yfirheyrslu eftir vopnað rán í Iceland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verslun Iceland í Hafnarfirði er opin allan sólarhringinn.
Verslun Iceland í Hafnarfirði er opin allan sólarhringinn.
Karl og kona um tvítugt voru handtekin í morgun eftir vopnað rán í verslun Iceland í Hafnarfirði. Mbl.is greindi fyrst frá. Fólkið var vopnað hníf og ögraði starfsmanni verslunarinnar.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að karlinn og konan séu í fangageymslu og bíði yfirheyrslu. Rannsókn málsins sé á frumstigi og lítið um málið að segja að svo stöddu.

Hann staðfestir að fólkið hafi verið með hníf og haft eitthvað þýfi á brott með sér.

Verslunarstjóri Iceland í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að starfsfólk sé í góðu lagi eftir ránið sem hafi gengið fljótt yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×