Innlent

Bíða yfirheyrslu eftir vopnað rán í Iceland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verslun Iceland í Hafnarfirði er opin allan sólarhringinn.
Verslun Iceland í Hafnarfirði er opin allan sólarhringinn.

Karl og kona um tvítugt voru handtekin í morgun eftir vopnað rán í verslun Iceland í Hafnarfirði. Mbl.is greindi fyrst frá. Fólkið var vopnað hníf og ögraði starfsmanni verslunarinnar.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að karlinn og konan séu í fangageymslu og bíði yfirheyrslu. Rannsókn málsins sé á frumstigi og lítið um málið að segja að svo stöddu.

Hann staðfestir að fólkið hafi verið með hníf og haft eitthvað þýfi á brott með sér.

Verslunarstjóri Iceland í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að starfsfólk sé í góðu lagi eftir ránið sem hafi gengið fljótt yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.