Innlent

Hvetja fólk til minni sóunar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Sorpa í Álfsnesi.
Sorpa í Álfsnesi. Fréttablaðið/Ernir
Evrópsk nýtnivika hefst næstkomandi laugardag. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu og nýta hluti betur sem leiði til minni úrgangs. Í ár er lögð áhersla á fræðslu um úrgangsmál undir slagorðinu „Minni sóun – minna sorp“.Umhverfisstofnun stendur í vikunni fyrir viðburðum í tengslum við átakið. Fyrirtæki og almenningur eru hvött til að kynna sér úrgangsmál og breyta neysluvenjum sínum.Á heimasíðu stofnunarinnar eru hugmyndir sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér. Þannig sé hægt að efna til flokkunarkeppni milli deilda, setja markmið um hærra endurvinnsluhlutfall og standa fyrir fyrirlestrum um flokkun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.