Erlent

Fékk múrstein í höfuðið og lést

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stjórnvöld segja mótmælanda hafa kastað múrsteininum sem varð manninum að bana.
Stjórnvöld segja mótmælanda hafa kastað múrsteininum sem varð manninum að bana. Getty/Anthony Kwan

Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða.

Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi.

Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking.

Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar.

Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja.

Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar.


Tengdar fréttir

Hong Kong á barmi upplausnar

Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta.

Ekkert lát á mót­mælunum í Hong Kong

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.