Kane með þrennu er England tryggði EM sætið með stæl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane var sjóðheitur í fyrri hálfleik
Kane var sjóðheitur í fyrri hálfleik vísir/getty
Englendingar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með stórsigri á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld.Enska liðið mætti í leikinn af miklum krafti og var Alex Oxlade-Chamberlain búinn að koma þeim yfir á 11. mínútu.Þá var komið að Harry Kane að láta ljós sitt skína en hann skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Marcus Rashford setti eitt mark á milli marka Kane og var staðan 5-0 fyrir Englendingum í hálfleik.Heimamenn gátu slakað aðeins á bensíngjöfinni í seinni hálfleik og skoruðu þeir aðeins tvö mörk í honum. Annað var sjálfsmark Svartfellinga og Tammy Abraham kláraði leikinn á marki á 84. mínútu.Stig hefði dugað Englandi til þess að tryggja EM-sætið en þeir gulltryggðu það með stórsigrinum.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.