Innlent

Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku

Jakob Bjarnar skrifar
Hugur Gunnars Braga er nú hjá starfsfólki Samherja.
Hugur Gunnars Braga er nú hjá starfsfólki Samherja. Vísir/Vilhelm

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“

Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.

Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.

„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum.

Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin.

Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.