Erlent

Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB.



Aftenposten, TV2, Dagens Næringsliv og aðrir, stórir norskir miðlar hafa gert málinu skil undanfarna daga og einbeitt sér sérstaklega að þætti DNB. Bróðurpartur bankaviðskipta Samherja hefur farið fram í gegnum DNB, samkvæmt hinum svokölluðu Fishrot-skjölum sem WikiLeaks birti, og er íslenska fyrirtækið einnig sagt hafa komið fúlgum fjár í skattaskjól með viðskiptum sínum við bankann.



Tina Søreide, prófessor í lögfræði og hagfræði sem hefur sérhæft sig í spillingarmálum, sagði við Dagens Næringsliv í gær að málið væri alvarlegt fyrir bankann. Velti fram þeirri spurningu hvort DNB hefði ekki átt að uppgötva hvað væri í gangi og gagnrýndi bankann fyrir að hafa ekki gert það.



Sami miðill ræddi við Jon Petter Rui, prófessor í lögfræði, degi fyrr. Sá sagði að norskur banki hafi aldrei tengst jafnstóru spillingarmáli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×