Fótbolti

Best fyrir Ísland að Portúgal og Sviss komist áfram

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar munu auðvelda leið Íslands inn á EM 2020 ef þeir vinna Lúxemborg og tryggja sér farseðilinn sinn á EM alls staðar.
Cristiano Ronaldo og félagar munu auðvelda leið Íslands inn á EM 2020 ef þeir vinna Lúxemborg og tryggja sér farseðilinn sinn á EM alls staðar. Getty/Chris Brunskill

Íslenskt knattspyrnuáhugafólk ætti að fylgjast vel með gengi Portúgala og Svisslendinga í lokaumferðinni í þeirra riðlum í undankeppni EM 2020.

Króatía, Austurríki, Þýskaland og Holland komust öll áfram á EM í gær og um leið varð það hundrað prósent öruggt að Ísland verður með í umspilinu. Nú er bara að bíða eftir því hvort Portúgalar eða Svisslendingar tryggi okkur heimaleik í undanúrslitunum.

Portúgal og Sviss eru einu A-þjóðirnar, fyrir utan Ísland, sem hafa ekki tryggt sér farseðilinn á EM.

Báðar þjóðir eru samt í algjöru dauðafæri, því Svisslendingum nægir jafntefli á móti Gíbraltar og Portúgal þarf að vinna Lúxemborg.

Eins og staðan er núna þá er Ísland þriðja stigahæsta liðið inn í umspil A-deildarinnar. Til að Ísland verði númer eitt eða tvö, og fái heimaleik í undanúrslitunum, þarf annaðhvort Portúgal eða Sviss að fara upp úr sínum riðli.

Komist Portúgal og Sviss bæði áfram þá hoppar íslenska landsliðið upp í sæti númer eitt í styrkleikaröðun umspils A-deildarinnar. Liðið fær því „lakasta“ liðið af þeim sem hafa ekki tryggt sér sæti í umspilum B og C-deildanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.