Einu heimasigrar Moldóva í níu ár eru á móti tveimur smáþjóðum Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 14:15 Leikmenn Moldóvu fagna marki á móti heimsmeisturum Frakka. Getty/Xavier Laine Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Moldóvu í kvöld í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020. Heimamenn í Moldóvu eru í neðsta sæti riðilsins en komast líklegast upp úr því með því að ná í stig. Íslenska liðið þarf líka stig til að gulltryggja þriðja sætið í riðlinum. Moldóvar eru ekki vanir því að fagna sigrum á heimavelli í undankeppnum HM eða EM en þeir hafa aðeins verið fjórir samanlagt frá árinu 2010. Það er kannski ekkert skrýtið að þjálfari liðsins hafi kallað eftir meiri stuðningi frá moldóvsku þjóðinni sem hefur ekki sýnt liðinu mikla athygli í undanförnum leikjum. Liðið fékk fullt hús í fyrsta heimaleik á móti Frökkum en síðan hefur áhorfendum fækkað á hverjum leik. Heimamenn vilja sjá liðið vinna leiki en ekki tapa aftur og aftur. Tveir síðustu heimaleikir hafa tapast 4-0 og því eru talaði Engin Firat þjálfari Moldóva um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að líklega væru hans menn að fara úr því að spila fyrir 70 þúsund manns í París í að spila fyrir 1500 manns á heimavelli sínum. Þrír af þessum fjórum sigurleikjum Moldóvu á heimavelli undanfarin níu ár hafa komið á móti San Marínó, 33 þúsund manna þjóð innikróaða af Ítalíu. Sá fjórði og jafnframt sá síðasti kom í heimaleik á móti Andorra en í smáríkinu á landamætum Frakklands og Spánar búa samtals 77 þúsund manns. Síðasti sigurleikur Moldóva á móti stærri þjóð var á móti Finnum 3. september 2010 en það var fyrsti leikur beggja þjóða í undankeppni EM 2012.Heimasigrar Moldóva í keppnisleikjum frá 2010: 4-0 sigur á San Marínó í október 2011 3-0 sigur á San Marínó í október 2013 2-0 sigur á San Marínó í október 2018 1-0 sigur á Andorra í júní 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Moldóvu í kvöld í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020. Heimamenn í Moldóvu eru í neðsta sæti riðilsins en komast líklegast upp úr því með því að ná í stig. Íslenska liðið þarf líka stig til að gulltryggja þriðja sætið í riðlinum. Moldóvar eru ekki vanir því að fagna sigrum á heimavelli í undankeppnum HM eða EM en þeir hafa aðeins verið fjórir samanlagt frá árinu 2010. Það er kannski ekkert skrýtið að þjálfari liðsins hafi kallað eftir meiri stuðningi frá moldóvsku þjóðinni sem hefur ekki sýnt liðinu mikla athygli í undanförnum leikjum. Liðið fékk fullt hús í fyrsta heimaleik á móti Frökkum en síðan hefur áhorfendum fækkað á hverjum leik. Heimamenn vilja sjá liðið vinna leiki en ekki tapa aftur og aftur. Tveir síðustu heimaleikir hafa tapast 4-0 og því eru talaði Engin Firat þjálfari Moldóva um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að líklega væru hans menn að fara úr því að spila fyrir 70 þúsund manns í París í að spila fyrir 1500 manns á heimavelli sínum. Þrír af þessum fjórum sigurleikjum Moldóvu á heimavelli undanfarin níu ár hafa komið á móti San Marínó, 33 þúsund manna þjóð innikróaða af Ítalíu. Sá fjórði og jafnframt sá síðasti kom í heimaleik á móti Andorra en í smáríkinu á landamætum Frakklands og Spánar búa samtals 77 þúsund manns. Síðasti sigurleikur Moldóva á móti stærri þjóð var á móti Finnum 3. september 2010 en það var fyrsti leikur beggja þjóða í undankeppni EM 2012.Heimasigrar Moldóva í keppnisleikjum frá 2010: 4-0 sigur á San Marínó í október 2011 3-0 sigur á San Marínó í október 2013 2-0 sigur á San Marínó í október 2018 1-0 sigur á Andorra í júní 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira