Portúgal tryggði EM sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði seinna mark Portúgal
Cristiano Ronaldo skoraði seinna mark Portúgal Vísir/Getty
Portúgal tryggði sæti sitt á EM 2020 með sigri á Lúxemborg í dag.Portúgalir þurftu að sigra Lúxemborg til þess að fara áfram, Serbar hefðu getað tekið sætið með sigri á Úkraínu ef Portúgalir hefðu misstigið sig.Serbar voru langt komnir með að gera sitt og virtust vera að landa sterkum sigri á Úkraínu, sem var nú þegar komin áfram, en Artem Besiedin jafnaði fyrir Úkraínu á lokamínútu uppbótatímans.Portúgal átti hins vegar ekki í miklum vandræðum með Lúxemborg.Bruno Fernades kom Portúgal yfir á 39. mínútu leiksins með marki eftir frábæra sendingu Bernardo Silva. Cristiano Ronaldo gulltryggði svo sigur Portúgal með marki á 87. mínútu.Staðan í riðlinum endar því þannig að Úkraína vann riðilinn með 20 stig, Portúgal í öðru sæti með 17 og Serbar þurfa að láta sér þriðja sætið duga með 14 stig. Lúxemborg og Litháen reka svo lestina.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.