Enes Unal afgreiddi Andorra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unal fagnar.
Unal fagnar. Vísir/Getty
Tyrkirnir enda í 2. sæti í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2020 eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld.Bæði mörkin skoraði Enes Unal. Fyrra markið á 17. mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna úr vítaspyrnu.Framherjinn leikur með Valladolid en Tyrkirnir voru fyrir leikinn í kvöld búnir að tryggja sér sæti á EM. Það gerðu þeir með jafntefli gegn Íslandi í síðustu umferð.Tyrkirnir enda því í 2. sætinu með 23 stig en Andorra í næst neðsta sætinu með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.